Biðst afsökunar á því hversu seint þessi færsla berst, en undirritaður sagði að æfingin yrði blogguð þegar hjartsláttur og andardráttur kæmist í eðlilegt horf. Það var sem sagt að gerast í dag 15. okt um kl. 17:30. M.ö.o. Mættir voru Guðni, Hössi, Bjútí og Jói. Jói fór einn í öskjuhlíðina (á eigin ábyrgð) en Bjútí drattaðist á eftir Guðna og Hössa tvo hringi um Öskjuhlíð og Fossvogskirkjugarð en var þó ekki skilinn eftir þar sem einn af íbúum garðsins að þessu sinni.
Als hlaupnir einhverjir 7,5 Km.
Kv. Bjútí
Engin ummæli:
Skrifa ummæli