föstudagur, október 16, 2009

Hádegisæfing 16. október

Guten tag. Í dag voru mættir Jói, Innri, Briem-arinn (þó ekki Gulli) og Bjútíð. Var boðið upp á brekkuhlaup í Öskjuhlíð og Fossvogskirjugarði þar sem veður var óhagstætt til bæjar-spretta og valhoppa á Austurvelli. Jói og Bjútí fóru í það, Innri var seinn fyrir og fór á séræfingu á svipuðum slóðum en meistari Briem tók 2000 "karate armbeygjur" og 3000 "Kung-fu" magaæfingar áður en hann fór á Meistaravelli og hljóp í lága drifinu með vindinn í fangið alla Ægissíðuna. Djöfuls dugnaður það.
Vegalengdir verða ekki uppgefnar að þessu sinni af því að allir voru uppgefnir eftir að hafa hlaupið sínar vegalengdir......

Yfir og út.
Bjútí

Engin ummæli: