Haustmaraþon félags maraþonhlaupara fór fram í morgun við kjöraðstæður, logn, milt veður og sólin kíkti fram úr skýjunum eftir sem leið á morguninn.
Skráðir til keppni voru Sigurgeir ásamt eiginkonu sinni Ásu, en þau tóku jafnframt þátt í parakeppninni og undirritaður. Gekk öllum vel. Einnig hljóp Jakobína nokkur á nýju persónulegu meti, en hún starfar hjá Iceland Travel og æfir dags daglega með Árbæjarskokki. Hún er nýjasti meðlimur klúbbsins.
1:40:41 Sigurgeir Már Halldórsson
1:40:43 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
1:31:09 Dagur Egonsson
1:45:30 Jakobína Guðmundsdóttir
Hér ber einnig að nefna þau heiðurshjón Sigrún og Oddgeir (sem hljóp með) ásamt Huld sem fylgdust með hlaupinu og hvöttu þátttakendur með jákvæðum og hnitnum hvatningarorðum.
Kveðja,
Dagur, Formaður
1 ummæli:
Kæri formaður
Vill leiðrétta þig aðeins þar sem þú hefur bætt við 1 mín á tímann minn og Ásu...
Sigurgeir 1:40:41
Ása 1:40:43
Kv. Sigurgeir
Skrifa ummæli