Vegna nokkurra ábendinga og fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta lista yfir viðeigandi- og óviðeigandi hvatningarhróp/óp sem ber að fylgja eða varast hyggist viðkomandi stilla sér upp sem áhorfandi við keppnisbraut, þar sem fram fer hlaupakeppni. Best er að gefa út skýrar línur til viðmiðunar fyrir þá sem hyggjast sérhæfa sig í öðru en t.d. því að hlaupa sjálft keppnishlaupið, s.s. að standa við braut og hvetja. Tökum dæmi:
Óviðeigandi:
Flott, klára þetta. 1 km eftir!
Keyra svo, flott þetta!
Negla á þetta, þetta er að verða búið!
Láti félagsmaður þessi hvatningarhróp frá sér eða verði einhver vitni að því að hann geri slíkt er hinn sami orðinn sekur um algert kunnáttuleysi og vanhæfni í hvatningu. Þetta sér hver heilvita maður!
Viðeigandi:
Brostu, þú valdir þetta!
Þú ert flott/flottur-lítur vel út!
Flott þetta, þú rúllar vel!
Stundum er óþarfi að benda á hið augljósa en í þessu tilfelli reyndist það nauðsynlegt og verður vonandi öðrum félagsmönnum leiðbeining eða hið minnsta víti til varnaðar þegar kemur að hvatningu meðhlaupara í keppnishlaupi. Sá sem þetta ritar er hinsvegar búinn með sitt síðasta kall í braut og snýr sér óhindrað að öðrum uppbyggilegri verkefnum.
Góðar stundir,
Sigrún Birna Norðfjörð
ritari IAC
1 ummæli:
Ég vil hvetja þig til að halda áfram köllum í braut, viðeigandi vatning er öllum nauðsynleg.
Þá vil ég bæta við nokkrum viðeigandi:
"Þú ert létt/léttur á þér"
"Þú hefur ekkert fyrir þessu"
"Þetta er ekkert mál fyrir þig"
"Þú ert í frábæru formi"
"Glæsilegt hlaup"
"Það er langt í næsta keppanda fyrir framan þig"
"Hann/hún er alveg að gefast upp" - benda á keppanda fyrir framan
ef rok - "Vindurinn er vinur þinn"
...
Dagur
Skrifa ummæli