föstudagur, október 02, 2009

Uppskeruhátíð

Ágætu viðtakendur! 
  
Smávægileg breyting er á skipulagningu 10. okt. 
Dagskrá er eftirfarandi: 

Kl. 13.00   Mæting á HL þaðan sem okkur verður ekið á Hellisheiðina.  Þar verður okkur hleypt út við Hverahlíð þar sem væntanlega verða tvær af þremur öflugustu borholum norðurhvels jarðar í fullum blæstri.  Þaðan göngum við yfir Hellisheiðina í átt að virkjun, skoðum á leiðinni fornan hlaðinn skíðastökkspall og rústir af bæjarstæði.  Göngum svo niður Hellisskarðið niður í virkjun.  Ekki gleyma að klæða sig eftir veðri og hafa góða skó.  Í virkjuninni fáum við leiðsögn, áður en við sökkvum okkur í léttar veitingar. 
Þaðan verður ekið til byggða. 


Kl. 13.30  - 15.00  Létt ganga, ein til ein og hálf klst. 

Kl. 15.00 - 16.00   Virkjun skoðuð 

Kl. 16.00 - 17.00   Léttar veitingar 

Kl. 17.00 - 17.30   Akstur á HL 

Kl. 19.00 mæting á Langholtsveg 170 þar sem FI - SKOKK býður í mat og drykk 
  
Aðalfundur með stjórnar - og lagabreytingum  verður að málsverði loknum. 
  
Vegna sætafjölda í rútu er nauðsynlegt að vita hve margir koma með á Hellisheiðina. Vinsamlega staðfestið í pósti til: anna.dis@simnet.is
Kv. Anna Dís 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær dagskrá!