Það var svo sannarlega fríkaður frjádagur í dag og á hann mætti einvala lið: Óli, Dagur, Oddgeir, Bjöggi, Bryndís, Huld og Sigrún. Fórum óhefðbundinn miðbæjartúr með viðkomu í 3 bílastæðahúsum og enduðum í Öskjuhlíð og allt. Ljómandi gott veður var og rifjuð upp ýmis skemmtileg atvik frá Frankfurt og lögð drög að næsta ASCA móti í Dublin. Ljóst er á þessari stundu að mikil samkeppni verður um að komast í liðið en þó liggur fyrir að gata skemmtinefndar er greiðfær, hvort sem meðlimir hennar teljast hlaupafærir eða ekki. Ætlunin er að gefa út sönglagahefti af þessu tilefni fyrir þá sem eru áhugasamir um að syngja með og efnt hefur verið til nafnasamkeppni á dúóið með þeim ÓB og SBN. Áhugasamir vinsamlegast stingið upp á viðeigandi sviðsnafni í "comments" hér að neðan.
Alls 7,4 ca.
Góða helgi og gat ekki látið hjá líða að spila lag fallinns meistara og bendi á nýútkomna bók um ævi hans.
Sigrún
3 ummæli:
Hvernig er The Icelandic Terrors versus the Irish terrors?
Eða Sigrún Birna og Ólafur Briem versus Edda Örnólfs og Ólafur Briem
BM
Ég biðst forláts á að hafa látið hjá liggja að geta framgöngu Jóns Arnar, sem fór sér. Jói var einnig sér, en það var á gastrónómískum forsendum úti í bæ.
SBN
Ég létt flakka eftir æfinguna í dag, enska nafnið:
The OB's
Get it? Óli og Birna :-)
Kv. Bjútí
Skrifa ummæli