miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Hádegisæfing 25. nóvember - Vesturbær-Nes

Já góðann og blessaðann.
Hössi mætti á sjálfrennireið af Toyota gerð á slaginu "Zwölf" við innganginn á Icelandair HO. Dagur, Ársæll og Bjútí sátu í vestur í bæ að sundlaug vesturbæjar. Þar voru mættir fyrir Óli Breim og nýr félagsmaður úr Fjárvakri sem búið var að kynna held ég og mér er alveg fyrirmunað að muna hvað heitir núna enda syfjaður með afbrigðum og ekkert of vel gefin "to begin with". Anyhow. Hópurinn fylgdist að fyrstu nokkurhundruð metrana en Ársæll tók svo nýliðann og fór með hann um stíga vesturbæjar og -ness en Bjútí elti "lordana" í hlaupaklúbbnum út að Lindargötu og fór þá vel þekktu leið til baka norðanmegin á nesinu, á Eiðistorg og svo heim í laug. Lordarnir "bættu við" á miðri leið frá Lindargötu og fóru auka hring vestur í Golfklúbb (þrátt fyrir fimbulkulda og rok)og svo Marathon-leiðina eftir ströndinni og svo heim í laug. Þessi hópar fóru ca. 5, 7 og 9 Km.
Þa'eldénú!
Kv. Bjútí

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lindarbraut, geri ég ráð fyrir.

Rétt að utanbæjarmenn kynni sér gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins betur.

Icelandair Athletics Club sagði...

Í guðs bænum hættið að kommenta nafnlaust, það er bara ekki að gera sig. "Allt uppi á borðinu" eru einkunnarorð stjórnar og það sama gildir fyrir meðlimi. ;)
Kveðja úr át-of-office
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Það er svo gaman að melda sig nafnlaust, það gera allir í ríkisstjórn þá þarf ekki að bera neina ábyrgð á bullinu, spyrjið bara Árna "Smart".Styð nafnleysi!!

Icelandair Athletics Club sagði...

Coward!
SBN