fimmtudagur, nóvember 26, 2009

Ægisíða – 26. nóvember

Samkeppni við Thanksgiving máltíð í mötuneyti var gestaþjálfara ekki í hag í hádeginu en þá kom skýrt í ljós hverjir eru alvöru og hverjir láta kalkún ganga fyrir hlaupaiðkun. Þótti því öruggara að tryggja einhverja mætingu og gestahlaupari kallaður til. Sibba mætti því HH til trausts og halds, auk hennar létu eftirtaldir sjá sig: Guðni, Jói, Alvar, Ólafur og Tómas. Lagt var af stað áleiðis vestur í bæ, Jói fór Hofsvallagötu, Guðni, Sibba og Huld fóru Meistaravelli, aðrir styttra. Sérlega ánægjulegt er að segja frá því að þetta var lengsta hlaup Jóa í 6 ár og hann hefur stefnt að því í nokkurn tíma að hlaupa Hofsvallagötuna. Því takmarki er nú náð, til hamingju Jói! Reyndu þau þrjú sem eftir voru að gera eltingaleik úr hlaupinu og þurfti Guðni að lengja tvívegis til að ná einhverri spennu í þann leik, fór þó svo að lokum að Guðni náði fyrstur að Kafara og er honum hér með óskað til hamingju með þann árangur.

Ekki er ljóst hvort gestaþjálfari kemst á æfingu á morgun en þeim sem mæta er frjálst að taka sýningarhlaup um miðbæinn að eigin vali.

Góðar stundir,

HH


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk, takk (hneigir sig).

GI

Nafnlaus sagði...

Til að það valdi ekki misskilningi þá var þetta Ólafur Loftsson sem hljóp í hádeginu. Nafni hans Briem var í Kalkúninum með cargobræðrum og fleiri.

Nafnlaus sagði...

Gleymdi nýliðinn úr Fjárvakri hljóp nú líka í dag ásamt Gerði. Byrjuðum bara aðeins fyrr til að ná KalKúnnanum

Annars heitir maðurinn Jón Örn. :)