Shalom shalom.
Mættir í dag með móral dauðans eftir kalkúnaveisluna í gær, Fjölgeir (Sigurgeir og Fjölnir), Gnarr-inn og Bjútí. Eini maðurinn sem mætti í dag með hreina samvisku (því hann mætti í gær líka) var hinn alræmdi John Eagle, sem Bjútí veit núna alveg hvað heitir :-)
Þessi kvintet "beið við staurinn" á bílastæði HLL eftir Huld Hellweek og tautuðu út í loftið, "hvað eigum við að gera, hvert eigum við að hlaupa....etc." Það varð hópnum til bjargar að yfirþjálfari og formaður klúbbsins gekk í borgaralegum klæðum yfir bílastæðið í átt að mötuneytinu og sagði hópnum að fara rólegann bæjarrúnt (það stóð víst hér á síðunni). Að svo mæltu runnu 5 menningarnir af stað í hálku og snjó. Jón Örn (John Eagle) fylgdi hópnum framan af en fór síðan eigin leið og endaði í einhverjum 6 kvikindum. Hinir fóru hefðbundinn bæjarrúnt þó með því twisti að Gnarrin var sendur í 1 Jónas í refsingu, sem var reyndar ekki svo mikil refsing en hvað um það. Hópurinn fór 8 Km á 41:20.
P.s. allir þeir sem mættu í dag höfðu létst (ekki látist) frá því stigið var á vigt síðast, er það vel.
Í guðs friði,
Bjútí
Engin ummæli:
Skrifa ummæli