sunnudagur, nóvember 29, 2009

Drög að æfingaáætlun vikunnar

Aðalþjálfari hefur falið mér að vera gestaþjálfari vikuna 30.11 til 04.12 og hér hafið þið drög að æfingaáætlun fyrir næstu daga.

30.nóv, Hefðbundinn mánudagur

Róleg Hofsvallagata við allra hæfi, möguleiki á að stytta og lengja eftir smekk en engin læti!

01.des, Fullveldishlaup FISKOKK

Fullveldisdagurinn verður tekinn af krafti og því við hæfi að hlaupa rösklega niður á Austurvöll heiðra Jón Sig. og þaðan að Tjörn og taka nokkra Jónasarspretti.

02.des, Moð á miðvikudegi

Vesturbær eða jafnvel Kópavogur/skógrækt, fer eftir veðri og stemmningu. Rólegt og hentar öllum.

03.des, Torture Thursday

Tempóhlaup, mögulega með Powerade Simulator viðbót. Ekki fyrir viðkvæma en þó boðið upp á fleiri útfæslur ef menn treysta sér ekki.

04.des, Freaky Friday

Óhefðbundinn hringur í rólegheitum og kjaftagangi.

Gestaþjálfari áskilur sér rétt til að breyta dagskrá eftir veðri, vindum og stemmningu hverju sinni.

Kveðja, Fjölnir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka svo mikið til að ég held ég geti ekki sofnað :-)
The sleeping-Bjútí

Icelandair Athletics Club sagði...

Snillingur ertu Fjölnir!
Kv. SBN