30.nóv, Hefðbundinn mánudagur
Róleg Hofsvallagata við allra hæfi, möguleiki á að stytta og lengja eftir smekk en engin læti!
01.des, Fullveldishlaup FISKOKK
Fullveldisdagurinn verður tekinn af krafti og því við hæfi að hlaupa rösklega niður á Austurvöll heiðra Jón Sig. og þaðan að Tjörn og taka nokkra Jónasarspretti.
02.des, Moð á miðvikudegi
Vesturbær eða jafnvel Kópavogur/skógrækt, fer eftir veðri og stemmningu. Rólegt og hentar öllum.
03.des, Torture Thursday
Tempóhlaup, mögulega með Powerade Simulator viðbót. Ekki fyrir viðkvæma en þó boðið upp á fleiri útfæslur ef menn treysta sér ekki.
04.des, Freaky Friday
Óhefðbundinn hringur í rólegheitum og kjaftagangi.
Gestaþjálfari áskilur sér rétt til að breyta dagskrá eftir veðri, vindum og stemmningu hverju sinni.
Kveðja, Fjölnir
2 ummæli:
Ég hlakka svo mikið til að ég held ég geti ekki sofnað :-)
The sleeping-Bjútí
Snillingur ertu Fjölnir!
Kv. SBN
Skrifa ummæli