miðvikudagur, nóvember 04, 2009

Hádegisæfing 4. nóvember

GRÍÐARLEGA GÓÐ MÆTING Í DAG. Tzwölf laute (tólf manns) + 1 utanklúbbsmaður úr Fjárvakri sem mun verða "Sjanghæjaður" í Fiskokk "med det samme".
Dagskipun gestaþjálfarans í góða veðrinu var Kópavogur. Aðalega gert til að "sleikja upp" Sigurgeir síðan í gær. Allavegana, tólf manns hlupu af stað saman í hóp, tvær snótir úr LL hlupu með út að Fossvogsbrú en 10 héldu áfram yfir í hinn dulmagnaða vog kenndan við afkvæmi sela. Þeir sem ekki tóku þátt í skipulagðri æfingu gærdagsins var "refsað" og var þeim gert að hlaupa lóðbeint upp að Kársneskirkju á þéttum hraða og sameinast svo hinum hópnum aftur við sjávarsíðuna.
Í stuttu máli; Dagur, Óli, Sigurgeir, Fjölnir og Oddgeir tóku út refsinguna. Hinir hlupu með sjávarsíðunni og önduðu að sér ferskum sjávarilminum um leið og Sigrún sagði hópnum flugfreyjusögur. Sigrún, Guðni, Sveinbjörn, Bryndís og Bjútí fóru 4 Km fram - og 4 Km til baka. Fyrir þá sem eru slakir í samlagningu gerir það RÚMLEGA 8 Km á 45 mín. "Refsingjarnir" fóru 9,3 Km á ca 43 mín. Dugleg djöfuls yfirferð það.
Á morgun verður boðið upp á hefðbundnari æfingu en síðustu tvo daga, eingöngu til að hafa fastann punkt í tilverunni fyrir þá einhverfu klúbbmeðlimi sem þola illa breytingar :-)
Boðið verður upp á Suður- Hof- Meistaravelli- Keilugranda og Akranes, allt eftir styrk og áhuga.

Hér kemur pepplag "dauðans" fyrir þá sem þurfa smá pepp vegna harðsperra.
Njótið á all-nokkrum styrk.
http://www.youtube.com/watch?v=V8rZWw9HE7o

Auf wieder sehen.
Bjútí.

4 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Eigum við ekki að hafa það þannig framvegis (eða er það kannski fastákveðið?) að gestaþjálfari sér um þjálfun og blogg þá vikuna sem hann "er hann"? Þetta virkar svo helv... ljómandi vel. ;)
SBN

Nafnlaus sagði...

Hljómar vel, Bjútí er sko alveg ap standa sig, jafnt í ritstörfum sem þjálfun.

Ég er með löglega treyjur í mínum fórum, kem með umfram á morgunn, en vantar eina XL fyrir karlinn. Þetta eru allt kettlingastærðir sem ég er með.

BM

Nafnlaus sagði...

Bjúti, þér tókst að sleikja mig upp með Kópavog. Ég kenni Aðal um refsinguna sem ég varð að taka!!!

Kv. Sigurgeir

Icelandair Athletics Club sagði...

Já, taktu númer. Það eru þónokkrir á undan í "kenna um" röðinni góði minn!
Hinn svokallaði Aðal