miðvikudagur, nóvember 04, 2009

Keppnistreyjur - ASCA

Samkvæmt ýtrustu kröfum þarf keppnisliðið í ASCA að vera í löggildum keppnistreyjum þegar það stillir upp á ráslínunni í Frankfurt á laugardaginn.

Eitthvað vantar uppá lagerinn. Þess vegna ...

... þeir sem eru með nýjar keppnistreyjur í sínum fórum og eru ekki að fara, vinsamlega komið þeim hreinum og stífpressuðum til fararstjóra án tafar
.. eir sem eru að fara og eru með keppnistreyju látið farastjóra vita

Við þurfum að tryggja að við mætum með löglegt keppnislið, annars er betur heima setið.

Dagur
Formaður

Engin ummæli: