mánudagur, nóvember 16, 2009

Mánudagur 16. nóvember 2009

Verkefni: The Red Neck Run um Hálsatorg í Kópavogi. Mættir ásamt undirrituðum: Dagur, Jón Gunnar, Sigurgeir, Alvar, Sveinbjörn, Jói, Jón Örn og Huld. Jói og Alvar fóru sérleiðir en hin fóru suður í Kópavog. Sprettur var tekinn upp úr Fossvogsdal eftir svokallaðri Skeljabrekku, yfir Hamraborg og niður stíg meðfram Vogatungu niður í Kópavogsdal. Þar var áð og svo tekið rólegt tempó upp aftur, yfir Hálsatorgið með viðkomu á viðhafnarpallinum og stystu leið heim. Veðrið lék við okkur, léttskýjað, hægur vindur og höfuðborgarsvæðið skartaði sínu fegursta.
Óli

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tók 700 armbeygjur og 960 maga á hótelherberginu í BOS í morgun kl. 7 (12 GMT), er það nóg herra gestaþjálfari :-)
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Alveg til fyrirmyndar, þú ert hvatning þeim sem eru víðsfjarri. Armbeygjur má gera hvar og hvenær sem er sbr. stuðmannalagið: "þú getur gert það hvar sem er"....

Kveðja, Óli gestaliðþjálfi