þriðjudagur, nóvember 17, 2009

Píslarhlaup

Mættir: Jói og Sveinbjörn (sérsveit), Dagur, Guðni, Hössi, Huld, Alvar og undirritaður. Bjútí er með okkur í anda þar sem hann tekur armbeygjur í hundraðatali á hverjum degi og rappporterer reglulega. Veður: A-3, skýjað, skyggni ágætt, hiti 2 stig. Alvar fékk verkefni í Öskjuhlíð, hinir fóru í "Holy Crusade" á vit tilbeiðsluhúsa íslenskra trúfélaga. Verkefnið fólst í því að "safna" 7 kirkjum, berja á dyr á hverjum stað og fara með 10 armbeygjur í stað bæna. Tillagan sem lá fyrir var eftirfarandi: Landakot-Dóm-Frí-7dags-Hall-Há-Óháði. Þetta náðist með því að fara stystu leið á milli og kom í ljós að sennilega er hægt að ná 8 kirkjum í hádeginu með því að bæta við Fíladelfíu. Og þetta gerði sérsveitin óbeint. Hún varð snemma viðskila með því að sniðganga kaþólikkana en velja þess í stað Fíldadelfíu. Þannig náðu báðir hópar markmiðum dagsins, sameinuðust svo hjá Óháðum og tekið létt skokk heim.

Epilogue: Dagur kom með skemmtilega vídd á leiðinni, en það er að stökkva og príla yfir allar hindranir sem verða á veginum. Þetta gæti orðið skemmtilegt verkefni fyrir hlaupahópinn að vinna úr.

Óli.

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Fegin að þið náðuð 7.dags Aðvent. Alveg frábært! ;)
Kveðja,
Aðal (out of office)