fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Þrautakóngur í Sóllandi

Mættir: Jói, Dagur, Sigurgeir, Ása, Rúna Rut, Kalli, Oddgeir og undirritaður. NA-kaldi, skýjað, +5 gráður.
Twin Peaks verkefni frestað. Í staðinn tekið Plan B, skógarþraut í Öskjuhlíð þar sem hlaupinn var einn stór hringur um Öskuhlíð sem mest í náttúrunni. Byrjun var hefðbundin þangað til komið var að Kirkjugarðssvæði. Hlaupið inn í Sólland Duftgarð og hitað upp fyrir tvo spretti með þrautakóng á meðan hlaupinn var kynningarhringur. Að honum loknum skiptu menn sér í tveggja manna hópa þar sem annar aðilinn gegndi hlutverki héra. Tekinn var sprettur og hérarnir leiddu hlaupið - einn hringur. Áð og svo haft hlutverkaskipti fyrir seinni hring. Eftir þetta var Sólland kvatt og haldið áfram austur og norður fyrir Öskjuhlíð og hringnum lokað með spagetti brokk-ólí í skóginum.
Tvennt minnisstætt: Kalli frumreyndi nýja byltingarkennda tegund af hlaupaskóm sem líkjast mest górillufótum, svartir ilskór. Nú vantar bara hárígræðlsu á bak og bringu. Svo hitt að Sigurgeir minnti á dag rauðhæðra á morgun "pick on reds day" Þannig verður hlaupið á morgun tileinkað rauðhærðum. Allir að mæta með rauðar kollur og í rauðum búningum á Freaky Friday.

Óli

Engin ummæli: