föstudagur, desember 04, 2009

Bolludagshlaup-samt ekki feitabollu

Ekki sáu margir ástæðu til að hlunkast í hádegishlaup í dag, þó mátti greina 4 félagsmenn á ferli, ýmist sér eða í hópi. Jón Örn og Ingunn voru á eigin vegum, sem þó lágu ekki saman og einnig var púslið um horfna síamstvíburann fullkomnað í dag er Huld leiddi aðal Suðurgötuhring í boði ÖBÍ. Veður var milt en kuldalegt og rákust stöllurnar á keppnishlaup sem innihélt nokkra af góðkunningjum hlaupahópsins, nefnilega Jón Gunnar (ekki Gnarr heldur hinn) sprettgauk og Höskuld hinn hugumprúða, en báðir voru á fljúgandi siglingu. Við bíðum frétta af þessu hlaupi og úrslitum þess.
Alls hjá síams 7,3 K en hinir á huldu.
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

náði 1.sæti í 7km á 26:38.. enda kom ekkert annað til greina : )

Hössi

Nafnlaus sagði...

Glllllææææsilegt.
Langflottastur, til hamingju Hössi.
Kv. Bjútí