mánudagur, desember 07, 2009

Mjúkur mánudagur 7. desember

Í yndislega fallegu veðri en launhálku mættum við höfuðlaus her: Jón Örn (sér) með huldumey sér til fulltingis, Sigurgeir, Bjöggi og undirrituð. Ákváðum að fara rólegan Hofsvallagötuhring, þar sem enginn af terroristum hópsins var á svæðinu. Sólin skein og skrafað var létt um fyrir- liggjandi verkefni, en einn innan hópsins hyggst láta stórlega til sín taka í Powerade á fimmtudaginn á meðan aðrir láta sér allt slíkt í léttu rúmi liggja. Vegna jólanna þá þarf Bjöggi líklega að stela jólarjúpunni, aðeins eina hefur hann veitt og Sigrún ætlar ekki að elda kalkún, ætlar að bera fyrir sig kunnáttuleysi og láta öðrum eftir verkefnið en Sigurgeir....já við látum fimmtudeginum eftir að skera úr um hvað hann gerir. ;)
Alls ofurrrólegir 8,7 K
Góðar stundir,
Sigrún

Engin ummæli: