föstudagur, desember 18, 2009

Frjáls föstudagur 17. desember

Frost og fallegt gluggaveður og fámennt en góðmennt. Mættir: Ársæll í forstarti, Jón Gunnar Geirdal, Sigurgeir, Jói og Sigrún. Fórum í bæjarrúnt, slepptum Sæbraut og tókum Laugaveginn í staðinn og þaðan gegnum miðbæinn, Alþingi, Hljómskálagarður, BSÍ, Valur og heim á hótel. Róleg og afslöppuð æfing sem Jói sá þó ástæðu til að rífa sig frá. Hann hljóp fremstur, því hann talar ekki og hleypur (að eigin sögn)þannig að við ákváðum að taka því ekki persónulega. Þess má geta að á þriðjudag verður æfing í boði Kalla cross-fit. Allir eru því hvattir til að mæta í næstu viku, a.m.k. 3 fyrstu dagana í vikunni. ;)

Athugið: Ef drukkinn er Jólakaldi (bjór) og Viagra brutt með verður til ástand sem kallast stinningskaldi, en það var einn úr hlaupahópnum sem skýrði okkur frá þessu í gær, enda hefur hann einstaklega góða reynslu af slíkri iðju.
Góða helgi,
Sigrún

Engin ummæli: