mánudagur, desember 21, 2009

Hádegisæfing - 21. desember

Á meðan formaður hörfaði vegna fámennis inní ylvolgt mötuneytið var það Jói sem tókst á við norðangarrann aleinn. Engar fréttir hafa borist af því hvert hann fór eða hvort hann kom nokkurntíma tilbaka.

Talandi um sjósund að vetri og finnskt icehole swimming, hér er hvernig Kanadamenn stunda þessa íþrótt.

Kveðja,
Dagur, formaður

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Cargo-bræður börðust út í norðangarrann eftir vinnu og brunuðu um Fossvog og Kópavog til að taka út jólaskreytingar á æskustöðvum annars helmingsins
Samtals 8,1 km
FÞÁ