miðvikudagur, desember 23, 2009

Hádegisæfing 22.des

Fín mæting: Sigrún, Rúna, Huld, Sveinbjörn, Jói, Dagur, Kalli, Oddgeir, Fjölnir og Óli. Greinilegt að margir voru spenntir fyrir Cross-fit æfingu í boði Kalla nema Óli og undirritaður sem stálust á sérleiðir um ormagöng. Hinir létu vel af sér eftir æfingu og telja sig nú hafa mikið forskot á þá sem ekki tóku á því á hrikalegri styrktaræfingu.

Jólakveðja, Fjölnir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var nú bara fín tilbreyting í kuldanum.
Gleðileg jól öll sömul og sjáumst hress og kát í næstu viku :-)
Kv
RRR

Icelandair Athletics Club sagði...

Fjölnir, var ég þarna? Minnist þess ekki en takk samt!
Aðalritari

Nafnlaus sagði...

Ég uppskar 3ja daga harðsperrur

Kveðja, Dagur