Komiði sæl og blessuð. (Jón Ársæll)
Mikið skelfing var fátt á æfingunni í dag. Það voru hinsvegar hörkutólin og ofurmennin, Alvar, Dagur og Bjútí sem mættu á "pinnan" kl. 12:08. Alvar kvaðst ætla ca. 5 kvikind á sínum hraða og var góðfúslega gefið leyfi til þess af yfirþjálfara. Dagur og Bjútí fóru að tilmælum gestaþjálfara og hlupu beina leið til Jóns Sigurðssonar í tilefni dagsins, en þaðan var haldið til Jónasar og teknir 4 "Jónasar" á seinna hundraðinu (verst hvað hálkan skemmdi fyrir manni í beygjunum :-). Að svo búnu var hlaupið heim á HLL. Fínn rúntur sem endaði í rétt um 8 Km á 40 og eitthvað mínútum.
Það verður að viðurkennast að nokkrir líkamshlutar sem lítt eru brúkaðir við útihlaup voru ansi kaldir er heim var komið, enda frostið ekki nema um -7°C.
Yfir og út.
Bjútí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli