Mættir í pre-Powerade: Nú...bara Sigurgeir, allir hinir féllu á lyfjaprófi og keppa því ekki. Samt vóru þarna Oddgeir, Bjöggi, Dagur, Guðni, Sveinbjörn og undirrituð, sem þykir leitt að yfirtaka bloggið á ný, þó einungis af og til. Annars... fórum Suðurgötu en naglarnir fóru Hofs með lengingu og tempóköflum, þó ekki Geiri Smart en hann hyggst brjóta gróflega gegn eiginkonu sinni í vetrarraðhlaupi Powerade annað kvöld. Guðni ætlar þó að vera í markvörslu og sér til þess að enginn fari skaddaður frá borði og e.t.v. afhenda óvænta glaðninga. Heyrst hefur að hann muni klæðast jólasveinabúningi í stíl við hefðbundna jólatónlist úr bíl.
Allir eru hvattir til að mæta galvaskir í hlaupið sem hefst kl. 20:00 við Árbæjarlaug.
Alla 7,7-9,6 K
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli