föstudagur, janúar 15, 2010

Eftir Powerade æfing 15. jan.

Mættir: Huld og Bjöggi (úr fullorðins) en úr áhangendagrúppu voru Óli (sér), Dagur (admin.) Oddgeir, Jón Örn og Sigrún. Fórum rólegan "recovery" bæjarhring því hrista þurfti þreytuna úr mannskapnum. Aðalritari, sem ekki hefur verið keppnisglaður síðustu misseri, fékk enn eitt rothöggið er veik von vaknaði í brjósti hans um að geta kannski orðið aðstoðarmaður á plani (ekki starfsmaður)í Powerade seríunni. Öllum framadraumum hans sem aðstoðarmanns var sópað upp í vindinn þegar "aðallinn í myndinn kom inn og sagði": það þarf að vera 5 ár á plani áður en maður getur orðið gjaldgengur fyrir úthlutun á Kraftgalla" (starfsmenn klæðast honum við hlaupið, sérstaklega í aftakaveðrum). Þarmeð var ljóst að aðal yrði að fara að keppa aftur ellegar að kaupa sér Kraftgalla sjálfur ætli hann sér að tolla í "starfsmaður á plani" tískunni 2010.
Alls um 8K
Góða helgi,
Sigrún

Engin ummæli: