Í morgun sannaðist það að morgunstund gefur gull í mund.  Eldsnemma (7:30) í morgun var haldið 5k hlaup við Laugardalinn, 'Læknar á rás fyrir Grensás'.  Á meðan aðrir sneru sér á hina hliðina við gnauðið í vindinum tók félagsmaður Jakobína Guðmundsdóttir þátt í hlaupinu og kom fyrst í mark kvenna.  Jakobína æfir dags daglega með Árbæjarskokki.
Góður árangur þar.
Dagur, formaður
Engin ummæli:
Skrifa ummæli