Mættir: Dagur, Guðni, Tómas (fyrsta skipti á æfingu), Sveinbjörn og Jói
Vegna veðurs var farið í Öskjuhlíðina og teknir 5 x sprettir á Bláa hringnum. Frá starti inní skóginum upp og niður brekkuna þar sem spretturinn endaði og síðan joggað tilbaka að startinu. Fín æfing og var gaman að sjá félaga Tómas á sinni fyrstu æfingu. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum í framtíðinni.
Dagur, formaður
Engin ummæli:
Skrifa ummæli