þriðjudagur, janúar 12, 2010
Hádegisæfing 12. janúar
Fín mæting í dag á rólega æfingu: Óli (ormagöng), Sveinbjörn (líka), Jói, Dagur, Bjöggi og Sigrún fóru fínan skógartúr með viðkomu í skógrækt í Fox og þaðan upp áleiðis að Perlu með exiti inn í Öskjuhlíð, hvar 3*3 krossfit æfingar voru teknar við upphífingastöð K. Thode Karlssonar. Yndislegt vor/haustveður var í boði almættisins í dag og ótrúlega falleg fjallasýn í panorama útsýni. Það virðist sem svo að sumir FI skokkfélaga hafi ánetjast röngum hluta af æfingaprógrammi klúbbsins, þ.e. lestri bloggsíðunnar en þeir hinir sömu eru eindregið hvattir til að láta til sín taka á hlaupastígunum í bland við lesturinn. Að vera eða að vera ekki á æfingu, þar er efinn.
Alls um 7km
Kveðja,
aðal ofurbloggari
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fyrir þá sem eru með Garmin úr þá er þetta flott síða til að setja inn æfingar.
http://connect.garmin.com/
Kv. Sigurgeir
Skrifa ummæli