þriðjudagur, janúar 19, 2010

Hádegisæfing - 19. janúar

Mættir : Sigurgeir Gys, Fjölnir, Ása, Rúna Rut ásamt Jóa og Óla sem voru á eigin vegum.

Æfing dagsins leiddi okkur að 'K'inu inní kirkjugarði. Teknir voru 5 hringir + 1 bónussprettur. Skemmt er frá því að segja að Ása hleypti lífi í keppni milli manna. Sigurgeir gerði sitt ýtrasta til að halda í við spúsu sína og tókst það fyrstu fjóra. Í fimmta spretti heyrðust viðvörunarhróp og hvatningarköll frá Fjölni, síðan angistarstunur frá Sigurgeir þar sem Ása þeystist fram úr honum og kom í mark á undan. Blóðbragð var bragð dagsins enda ekki lagt upp með annað. Í bónussprettnum kom RRR (ætlar Laugarveginn í sumar) verulega á óvart og fylgdi formanninnum upp í miðja brekku á feikna hraða, hún á bersýnilega mikið inni. Sigurgeir rak lestina í síðasta sprett, gjörsamlega búinn. Fjölnir var skynsamur allan tímann og skilaði sínu.
Á leiðinni tilbaka var tekinn léttur sprettur gegnum hlíðina þar sem Óli birtist allt í einu át off nóver.

Kveðja, Dagur (formaður)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg æfing sem kom skemmtilega á óvart ;-)
Kv
RRR

Nafnlaus sagði...

Já þetta var gaman svona eftir að blóðbragðið hvarf!
kv. Ása