þriðjudagur, janúar 05, 2010

Hádegisæfing 5. janúar

Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Hössi, Huld, Rúna Rut og Sigrún.
Meiningin var að taka kolkrabbann í dag þannig að þeir sem ekki mættu sökum þess geta ekki glaðst og talið sig sloppna því æfingin fór ekki fram, henni var frestað þangað til frost nær a.m.k. -8 gráðum á °C. Í stað þess fór fríður flokkur Hofsvallagötuna í sól og blíðu (brrr)en hardcore hópurinn fór í lengingu.
Alls styttra 8K en lengra 8,6K
Ég vil benda áhugasömum á að Laugavegsskráningin hefst í dag og þá gildir að vera fljótur að ákveða sig. :)
Góðar stundir,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tómas Inga var þarna líka. Fór á undan.

GI

Nafnlaus sagði...

Laugavegsskráning - tjékk
Tómas, hvernig væri nú að vera smá social og doka við í tvær og verða samfó, nei bara tillaga!
Kveðja
RRR