föstudagur, febrúar 19, 2010

Freaky Friday 19. febrúar

Á pinna: Sveinki, Guðni (kominn af stólnum), Huld og Sigrún (Flugstoðir)og síðan kom Óli Briem enn og aftur úr ormagöngum í skógi og kvaðst hafa farið Masterfields (trúi því hver sem vill). Nokkuð kalt í veðri og gjóla en Guðni leiddi okkur um skóg inn í Fossvog og kirkjugarð með menningar og leiklistarsögulegu ívafi. Ekki vert að Faust meira um það, en allir eru hvattir til að sjá þá sýningu og vera staðsettir aftarlega í sal, vegna yfirhangandi drýsla á stöku stað. Setning dagsins var hinsvegar úr málfarshorninu: "Við erum tveir einir" (þetta er málvenja) en ekki telst rétt að segja "ég var einn einn" eða hvað þá heldur "við vorum þrír einir", ef svo ber undir um fjölda iðkenda í baðklefa eða á æfingu. Þetta er nú komið í farveg og verður leitt til lykta von bráðar en af sama tilefni finn ég mig knúna til að gera eina vísu Hávamála að mínum:

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð ef villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann,
maður er manns gaman.

Og í snilldarþýðingu W.H. Audens (sem var skápaklæðskiptingur)

English translated by W. H. Auden and P. B. Taylor

Young and alone on a long road,
Once I lost my way:
Rich I felt when I found another;
Man rejoices in man.

Síðan skora ég á Bjútíið eða kreftst þess að hann fjalli um afrek sín á innanhússmóti öldunga sem ég frétti lauslega af áðan, með sér færslu.
Alls um 8,5K
Annars góða helgi og over and out. :)
SBN-ið

Engin ummæli: