mánudagur, febrúar 01, 2010

Hádegisæfing 1. febrúar

Fáir mættir í dag: Jón Örn (á eigin vegum), Bjöggi og Sveinbjörn fóru Suðurgötuna og Dagur og Sigrún Hofsvallagötu þar sem dregnir voru upp úr hattinum 2*1K tempókaflar (á 4:16 ca) og 2K á um og yfir 5, fyrir og eftir. Náðum Sveppa og Bjögga hjá Nauthóli, enda höfðu þeir þá gleymt sér og voru komnir í Avon gönguna, til góðs. Frábært veður var, alveg logn og milt en launhált. Einnig sást til Ingunnar sem og tveggja heiðurskvenna, í forstarti, sem ég kann því miður ekki deili á.
Alls frá 7-8,6K
Kveðja,
Sigrún
Orð dagsins: (tileinkuð Bjútí-inu en gagnleg öllum)
perfer et obdura; dolor hic tibi proderit olim
Be patient and tough; some day this pain will be useful to you.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er nú ekki eins flottur á því og Aðal enda greinilega ekki jafn fjöltyngdur og hún, en bregð fyrir mig "quote-i" úr Rocky mynd þar sem erkitöffarinn og snillingurinn Sly Stallone orgar með skökkum munni þegar æfingarnar voru að drepa hann. "NO PAIN - NO GAIN" og hafiði það svo....
Meintur göngutúr okkar Sveppa var tilraun til að ná hjartslætti niðurfyrir 200 eftir allnokkuð þokkalega spretta æfingu. Aðal var hinsvegar greinilega í einkaþjálfun hjá formanninum þar sem hlaupið var í sprettum með hvíld á milli Hofsvallagötu-hringinn. Hvíldin hinsvegar fóls í því að "hugsa" um að hvíla sig þannig að þetta var í raun bara sprettur allan hringinn. Ég allavega upplifi sumar æfingarnar þannig.
Skál og friður, kv.Bjútí