Mætt: Jói, Dagur, Guðni, Fjölnir, Sigurgeir, Rúna Rut, Ingunn og Óli. Jói og Ingunn fóru sér en við sáum Óla þegar við komum til baka. Skrítið með þann dreng hvernig hann birtist alltaf í klefanum eftir æfingar, hefur einhver séð hann hlaupa???
Í dag var æfing fyrir ASCA eins og formaðurinn hefur tilkynnt hér á síðunni. Eins og æfingaplanið segir til um þá voru brekkursprettir í boði. Það var upphitun í gegnum skóginn til móts við duftgarðinn. Þá tóku við 6 sprettir upp að bílastæði Perlunar, ca 330 m, og svo rólegt skokk niður til að ná andanum. Svo var rólegt til baka að HLL.
Moment dagsins er klárlega þegar Guðni stóð upp á stól í klefanum fyrir æfingu og tilkynnti að formaðurinn hafi falið honum um að sjá um æfingu dagsins í hans fjarveru. Guðni hélt ræðu um hvernig æfingin átti að vera og allir verða hlusta á hann o.s.frv. Þegar Guðni hafði lokið sér af birtist Dagur og kannaðist ekkert við að hafa beðið Guðna um að sjá um æfingu dagsins ;o)
Total 7,5 km
Kv. Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli