mánudagur, febrúar 22, 2010

Hádegisæfing 22. febrúrar 2010

Mætt í dag í bliðskapar veðri.
Dagur, Guðni, Huld, Óli Briem, Jón Örn, Sveibjörn og Björgvin Harri.
Farin Suðurgata, Hofsvallagata með tvistum hér og þar allt eftir þvi hversu vel menn (og konur) voru upplagðir/ar. Mér skildist á þjálfarateymi að þetta væri bara lognið á undan storminum því á morgun yrði boðið upp á brekkuspretti.
Upphitun lýkur þegar vart verður við uppsölur, og æfingu lýkur þegar lifur og nýrum verður rennt afur niður vélindu og komið fyrir á sínum stöðum.

(P.s. af flutningafræðilegum ástæðum (logistics) verður æfingin haldin í Fossvogskirkjugarði, styttra að færa menn til þar og koma mönnum í geymslu).

Það var gaman að kynnast ykkur.
Bjútí.

Engin ummæli: