þriðjudagur, febrúar 23, 2010

Hádegisæfing 23. febrúar 2010

Einstök veðurblíðan heldur áfram hér við Öskjuhlíðina og meðlimir FISKOKK njóta þar góðs af. Eins og skáldið sagði hér um árið, "today is a good day to spill your gut". Mætt til aftöku (af fúsum og frjálsum vilja) voru; Ostasamlokan(Dagur), Guðni hægri hönd (yfirþjálfarans þ.e.a.s.), Ofur-Huld, Sveinbjörn Berserkur(a.k.a. Sveppi), 3R, Björgvin Mar Bjarnason. Trommarinn (Briem) mætti seint og Ritarinn faldi sig bak við tré þar til æfingin var búin og skeiðaði þá létt á fæti til hópsins og hljóp síðustu 900 metrana rólega heim á HLL með genginu. Flott æfing það.
Æfingin fólst í því eftir 10 mín upphitunarskokk að hlaupa Asca hringinn eins oft og hver gat á 25 mínútum. Drullu erfitt, en allir glaðir....það er aðal málið. Menn ferðuðust mislangt eins og gengur en þetta varieraði frá því að vera ca. 6,5 Km upp í rúmlega 8 Km. Svo rólegt heim.
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að æfing morgundagsins mun fara fram upp í Mosfellsdal....... :-)
Ævinlega margblessuð.
Bjútí.

4 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Ha ha ha......
Verð hjá Gljúfrasteini 12:08
SBN

Nafnlaus sagði...

Við byrjum aðeins austur...
Sjáumst við Skálafellsafleggjarann á sama tíma.
DBME

Nafnlaus sagði...

Við hótelpíur og gæjar leggjum ekkert í einhverja óvissuferð og förum hinn hefðbundna flugvallarhring stundvíslega kl. 12:08 en þið hin sem farið í Mosó, góða skemmtun ;-)
kv
3R

Nafnlaus sagði...

HALLÓ!!!
Svona þarf að ákveða með amk. viku fyrirvara og vera með minnst 3 færslur fyrir hvern kílómetra sem fara skal aukalega!!!
Ég reyni að sníkja far með hótelbúum.

kv.
JÖB