fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Hádegisæfing 4. febrúar

Þetta var síðasta æfingin fyrir Ólympíuleikana í vetraríþróttum og fyrsta æfing fyrir ASCA keppnina í maí.
Forstart: Tómas Ingason (9K), Mr. Briem (4 ASCA-hill repeats), Jói (að hluta með okkur en einnig sér), Sveinbjörn (á eigin sprettum og með okkur), Dagur, Guðni, Fjölnir, Oddgeir, Bjöggi og Sigrún með mulningsvélinni. Dagsskipunin var þannig: Hlaupa út með ströndinni, taka 4*1:45 mín. spretti með 1 mín. á milli (skokk) og svo annað svona sett, með 4 mín. skokki á milli. Þetta var leyst samviskusamlega og rösklega af hendi, þrátt fyrir pantaðan hliðar- og mótvind á bakaleið en þó mátti kenna nokkurrar þreytu hjá fulltrúa Seglagerðarinnar, sem þó "druslaðist" þetta, að eigin sögn. Engan bilbug var hinsvegar að sjá á fulltrúa retro hlaupatískunnar, sem sprangaði teinréttur fremstur í flokki, að vanda (sig).
Að lokum var tekinn svokallaður bónussprettur (þéttingur) í gegnum skóg en þar kepptu menn í ýmsum fituflokkum. Þéttur, þéttari, þéttastur-allt eftir hlaupahraða.
Alls um 8,5K
Spurning dagsins: Um hvern er sungið í eftirfarandi textakorni?
Gítargripin fylgja með fyrir BB, sem er á fullu að æfa keppnishæft skemmtiatriði fyrir ASCA.
Vísbending:Eitt sinn sagði Megas þegar hann var spurður að því af hverju hann semdi svona andstyggilega texta um konur, en fallega og tregafulla texta um hesta? "Það er vegna þess að ég er skíthræddur við hesta, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka, kasta manni af baki, eða sparka í mann. Konur eru ósköp meinlausar".

Engin ummæli: