Nú þegar er farið að sverfa til stáls í forkeppninni fyrir ASCA-keppnina í maí. Keppt verður í tveimur flokkum; flokki skemmtiatriða og flokki fótfrárra. Tveir og tveir geta keppti í fyrri flokknum en seinni flokkurinn er "sóló". Ef skemmtiatriði á að teljast keppnishæft og verður valið til flutnings, flytjast þeir keppendur sjálfkrafa í hlaupaliðið, enda hafi a.m.k. annar tveggja sýnt með ótvíræðum hætti fram á hæfileika sína í þeim efnum. Það er síðan geðþóttaákvörðun stjórnar að ákveða hvort og hvaða hlutverki viðkomandi skemmtikraftur gegnir í sjálfu hlaupaliðinu. Nú þegar má greina mikla spennu og væntingar vegna yfirvofandi vals.
Séð í baðklefa drengja í dag:
Kveðja,
aðalritari (50% bull og restin vitleysa)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli