Surprise! Það er ekki orðum aukið að alltaf verða félagsmenn jafnhissa á að sjá hvern annan á hverri einustu æfingu og svo var einnig í dag. Mættir: Jón Örn, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Sveinbjörn, Oddgeir, Óli og Sigrún. Farin var Hofsvallagata (treysti mér ekki lengur til að segja til um hvort hún var rétt- eða rangsælis. Það sem ég veðja á er yfirleitt alltaf öfugt, eða rétt...eða, já)..allavega fórum við Huld Hofs en drengir fóru lengingu um Kapla og blað en síðan þegar að kafara kom hafði Sveppi dregið okkur rösklega að landi þannig að þeir náðu okkur ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Síðan við rætur HR sást hverjir drekka Egils Kristal því einungis 4 liðsmenn treystu sér í "simmann" upp brekkuna og twist niður. Það þarf varla að taka það fram að það vóru: Óli Briem, Dagur og Síams (SBN og HUK), en síams-ið er meira svona í aðra áttina því annar síams vill ekki góðkenna hinn síams, allavega ekki opinberlega, enda einu tvíburarnir sem eru gerólíkir að hegðun, atferli og framkomu, svo útlitinu sé sleppt.
Veður var með eindæmum (tví-, eða þrídæmum e.t.v.) og alls voru hlaupnir á bilinu-
7-8,7-9,8K á kant
Einnig sást til Ingunnar á eigin vegum.
Kveðja,
aðalritari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli