fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Samskokk frá Laugum á laugardag 6. feb. kl. 9:30

Ágætu félagsmenn.
Minni á fyrsta samskokk skokkhópa sem fer fram á laugardag:
Af hlaup.is vefnum:

Sameiginlgt hlaup á Laugardaginn frá Laugum.
Þá er allt að verða klárt hjá okkur. Leið hefur verið valin sem hljómar svona: Laugar- Laugardalur- inní Elliðárdal við sprengisand farið þar hægra megin, fljótlega er beygt inní Neðra Breiðholt, gegnum Mjóddina, Kópavogsdalinn, fyrir Kársnesið, Kringlumýrarbraut heim. Þessi hringur er 19 km en hann býður uppá marga möguleika til þess að stytta eða lengja.
World Class ætlar að bjóða hlaupurum sem koma milli 9:00-9:30 frítt í stöðina þennan dag og jafnframt eftir hlaup þannig að fólk getur nýt sér aðstöðuna í Laugum. Einnig verða Laugar Café með sérstakt tilboð fyrir hlaupara þennan dag. Allir hlauparar frá 10% afslátt af mat í Laugarcafé og svo er tilboði á boostbarnum sá græni sem inniheldur spínat, engifer, appelsínusafa, banana, mango stórt glas á 590,- eðal hollur og góður drykkur sjá á heimasíðu www.laugarcafe.is
Hér má sjá myndband frá hlaupinuHlökkum til að sjá ykkur
Kveðja Laugaskokkarar
www.laugaskokk.is
Sigrún Erlendsdóttir 04.02.2010

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínt tilboð að fá frítt í stöðina eftir hlaup líka :)

Held ég fari samt aðeins styttra og nær heimahögum.

JÖB