miðvikudagur, mars 24, 2010

Afreksáætlanir þjálfarans á villugötum?

Líkt og boðað hefur verið eru markvissar gæðaæfingar tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Það hefur aftur á móti sýnt sig að þátttakendur á hádegisæfingunum virðast meðvitað eða ómeðvitað forðast þessa æfingadaga.

Í gær þriðjudaginn 23. mars tók steininn úr þegar aðeins mættu tveir einstaklingar til að takast á við þraut dagsins sem var sex sinnum stokkurinn upp af Valsheimilinu. Fjórir mættu á sérleið.

Hverju þessu veldur skal ósagt látið en næsta augljóst að fastmótað skipulag, markviss ástundun og einbeiting virðist ekki eiga uppá pallborðið hjá meirihluta þátttakenda þó vissulega megi finna einstaklinga sem stunda íþrótt sína af einurð og áhuga.

Gaman væri að heyra álit þáttakenda hádegisæfingu á fyrirkomulagi og framkvæmd.

Kveðja,
Dagur, yfirþjálfari

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælir. Nú tala ég fyrir hönd þriðjudaganna....til þess að ná árangri þurfum við klárlega að taka slíkar æfingar (sprettir í hinum ýmsu útgáfum) og best+skemmtilegast
að gera þær undir leiðsögn frábærs þjálfara (Dagur eða gestaþjálfarar) og í fráærum hlaupavinahópi (man ekki öll nöfn enda sumir með ansi mörg nöfn) ;) svo þú færð því EKKI mitt atkvæði til að breyta sprettprógraminu á þriðjudögum (eins og er mæti ég ekki á fimmtudögum en hyggst stunda þá daga í sumar og vildi gjarnan taka spretti þá líka!), ég lofa að mæta alltaf þegar vinnan tekur ekki forgang! HANDABAND

Þú færð því klárlega mitt atkvæði á prógraminu.
Kveðja frá Triplearanum (RRR).