þriðjudagur, mars 16, 2010

Hádegisæfing 16. mars

Tókum léttan Suðurgötuhring með twisti (valhoppuðum alltaf annan hvern Km)......
Ekki alveg.
Tókum einhvern þann hrottalegasta kolkrabba sem um getur í sögu Öskjuhlíðarninnar.
Mættir til aftöku í dag voru; Der Führer, Fokkerinn(Guðni), Cargo-systur, Óli Briem-bretti og Schönheit. Því miður get ég ekki sagt neitt meira um þessa æfingu því ég man ekki eftir neinu,...blóðið komst ekki upp í heila, það var allt í munninum. Mig rámar í að Jói ljósameistari hafi verið þarna einhversstaðar að gera einhvern andskotan.
Ef hlaupaklúbbar almennt taka svona æfingar, þá meina ég af þessu erfiðleikastigi, þá heiti ég Friðfinnur Jeppesen. Það eina sem mér dettur í hug til að lýsa þessari æfingu er að hún minnti mig á b-kvikmyndaseríuna "Mortal Combat". Annað hvort er að duga....eða drepast.
Over and out.
Shönheit.

Engin ummæli: