þriðjudagur, mars 16, 2010

Hádegisæfing 15. mars og hana nú! (sagði hænan)

Enn og aftur í fjarveru aðal fer bloggið í tómt rugl og enginn tekur af skarið með að blogga æfingar. Anyways, í gær í blíðunni voru mættir, Dagur, Guðni, Bjútí og Tommi Inga. Þrír þeir fyrst nefndu fór Hofs. Uppleggið var að fara bara temmilega rólega. Þar sem menn voru mættir í "shortara" að neðan kom óhjákvæmilega upp vor í mannskapnum og var því ekki um að ræða neitt slak-tauma tölt heldur bara þokkalega þéttan skeiðsprett. Alls 8,0 Km á 41:22. Mig minnir að Tommi Inga hafi farið Suðurgötu og tekið 5 Km í tempói.
Luv'ya'll!
Bjútí

Engin ummæli: