Mega post powerade í dag: Jón Örn, Óli Briem, Huld, Guðni (who, by the way, is back), Dagur, Bjöggi, Hössi og Sigrún. Ákveðið var að fara stutt og rólegt vegna gærdagsins og var merkilega vel staðið við það. Fórum Snorrabraut og í miðbæinn eftir Sæbraut og stuttan sýningarrúnt um Austurvöll, Tjarnargötu og hefðbundið heim á hótel. Mikil gleði var ríkjandi í hópnum, enda Powerade uppskeruhátíðin í kvöld og munu þar nokkrir glaðbeittir félagsmenn taka við verðlaunum; bikar, gulli, silfri og bronsi. Greinilegt að eitthvað er að kikka inn hér hjá hlaupahópnum og sannast þar hið fornkveðna að æfingin skapi meistarann. Glæsilegur árangur eftir 60. hlaupið í vetrarraðhlaupsseríunni.
Alls 6,8K
Kveðja,
aðalritari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli