Lítil mæting í dag enda allir að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir kvöldið.
Tómas I. var þó mættur og fór einhverja 5 Km tempó en restina rólega. (veit ekki heildar vegalengd) í frábæru veðri. Bjútí fór í subbu-klefann við hliðina á búningsherbergjum HLL og pumpaði járn í nokkra stund. Bara svona til að gera eitthvað annað en að fara að éta kjötbollur í brúnni og ís í hádegismat í mötuneyti Icelandair. Hef samt tekið ákvörðun um að fara ekki á hestadóp til að ná hraðar árangri....
Langar bara að segja góða skemmtun í kvöld og gangi ykkur vel í 60. Vetrarhlaupinu.
Frábært framtak.
Hip-hip Húrra!
Megi Þór sonur Óðins berja ykkur kraft í brjóst í kvöld.
Kv. Schönheit (Bjútí á germönsku)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli