Entschuldigung, excuses, vabandus(Estonian), justifikim (Albanian)
Biðst forláts á því að hafa ekki glósað æfingu gærdagsins fyrr en núna.
Allavega þá fórum við rólegan hring inn í Fossvogsdal-skógrækt. Ef ég man rétt þá voru mættir í þann hring; Dagur, Guðni, Jón Örn, Huld, Björgvin og Óli Briem. 3XR og Victory City voru samferða framanaf en fóru ca 6 km, upp fyrsta arminn í kolkrabba og eitthvað meira með spretti. Skógræktarhringurinn var ca 7,5 Km og 46-47 mín.
Allir frekar rólegir á því í dag vegna 60. Vetrarhlaupsins í kvöld fimmtudag 11. mars. Allir að skoða vitalið við formann vorn, Dag son Egons í morgunblaðinu í dag.
Lifið heil, og áfram Höttur.
Kv. Bjútí
Engin ummæli:
Skrifa ummæli