Æfing dagsins var í boði Seglagerðarinnar og hægt var að heita á hlauparana fyrirfram en allt söfnunarfé rennur til samtakanna: "Það er ekkert að því að vera allsber úti að hlaupa" en einmitt tveir mjög virkir félagsmenn eru meðlimir í þeim samtökum. Mæting var heldur dræm, enda búið að gefa út stormviðvörun í gær og sést þar enn og aftur hverjir drekka Egils kristal. Fulltrúar hópsins í yndislegu hlaupaveðri í dag voru: DBME, GI, BHB, RRR og SBN, allt dulkóðaðir einstaklingar. Hituðum smá upp og héldum að svokölluðum bláa stíg í skógi hvar teknir voru 5 brekkusprettir með mismunandi tímaskilyrðum og breytilegri vegalengd. Eftir þann er menn töldu lokasprett kom mikið los á hópinn og einn félagsmaður, sem hafði jú verið með framíköll og reynt að trufla þjálfarann áður, fór fram á að fá að hlaupa einn sprett í viðbót, við hlið þjálfara síns, hálfnakinn. Við þetta fipaðist BHB algerlega við iðju sína (ormatínslu við jörðu)og spratt upp sem byssubrenndur og þeyttist á eftir þeim strípalingum í gegnum skóg að upphafspunkti. 3R og ekkert R skokkuðu léttflissandi á eftir strákunum, alveg bit!
Alls var æfingin 6,8K og voru þeir allir peninganna virði!
Takk fyrir mig og gleðileg jól.
Aðalritari
1 ummæli:
Sko...ef maður sér svona mikið bert hold...þá er vaninn að taka alveg SVAÐALGEGA vel á´ðí...sko ég er bara þannig maður...
Kv. Bjútí
Skrifa ummæli