þriðjudagur, mars 30, 2010

Hádegisæfing 30. mars

Sumir sem mættu í dag vissu alveg að von var á einhverju en aðrir héldu því fram í einfeldni sinni að um auðvelda æfingu yrði að ræða. "Ignorance is bliss" og allt það en svo eru aðrir (þeir minnst líklegustu)sem þurfa á hvatningu að halda við ástundun æfinga sinna. Lítum á eitt nýlegt myndband þar að lútandi úr herbúðum Síams:
Hvað sem því líður vóru þrír á eigin vegum, Ársæll, Jói og Sveinbjörn allsherjar. Þeir sem undirgengust lóðrétta æfingu vóru: Guðni (sem þolir ekki ljóskur), Dagur (surprise!), Sigurgeir (blue eyes), Óli (Velocity rotate),Bjöggi (brekkubani), Oddur (lightweight), svo og Síams I og II. Hituðum upp í skjóli skógar en síðan var haldið rakleiðis í átt að aftökustað, þ.e. við rætur Valsbrekkunnar, svokölluðu, sem menn voru vanir að selja upp við, þ.e. ef menn höfðu hlaupið hana nokkrum sinnum í röð og jafnvel með mann á sér. Einungis vóru teknar fjórar brekkur í þetta sinn, með 1 mín. hvíld á kantinum á milli. Fæstir vóru með mann á bakinu og sluppu meira að segja við aukasprett vegna lýðræðislegrar niðurfellingar.
Eftirá vóru teknar 50 armbeygjur og magaæfingar.
Fruntalega góð æfing í frábærum félasskap.
Minni áhugasama á skemmtilega æfingu morgundagsins eða -7 kirkna hlaupið með tilheyrandi armbeygjum og halelújaópum!
Alls 6,3k
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöfull hlakka ég til á morgun maður. Þetta verður svaðalegt. HALELÚJA!
Ég mun hugsa um Jessa son hans Gussa allan leiðina...bara svona til að hafa þetta páskahlaup í kristilegum anda.
Amen.
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki frá því að einnig hafi sést glitta í Ólaf nokkurn á stokknum í dag!