fimmtudagur, mars 04, 2010

Hádegisæfing 4. mars

Stórkostleg mæting í dag í algjörlega frábæru færi og alls engum pollum og sköflum. Mættir, alveg skælbrosandi: Oddgeir (alveg á úthverfunni), Huld (sérstaklega hress) og Sigrún (alveg í banastuði). Fórum brjálaðan tempóhring á Hofs svo vart hefur sést annað eins. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins vel tekið á því og í dag!
Alls 8,7K
Allir þeir sem trúa þessu rétti upp hönd. Þeir sem þekkja meistara ýkjusagnanna, Munchausen, sleppi því.
Kveðja,Sigrún

Engin ummæli: