fimmtudagur, mars 04, 2010

Hádegisæfing 4.mars (ekki Munchausen æfing).

Meine liebens freunde.
Bjútí, BB Mar, eða Bjöggi Two-toes, eða hvað sem þið viljið kalla mig var mættur á pinna 12:08 eins og lög gera ráð fyrir. Það vakti athygli undirritaðs allt echo-ið í karlaklefanum fyrir æfingu því ÞAR VAR ENGINN nema ég og eina hljóðið sem ég heyrði var þegar ég öskraði út í tómið "STRÁÁÁKAAAR....þett'er ekkert fyndið-yndið-dið-ið" af því ég hélt að verið væri að stríða mér og allir væru að fela sig. Ef fullyrðing Aðal um að að auk hennar og Síams hafi "Odd-man" verið mættur á æfingu þá bara bið ég Gussa að hjálpa honum því annað hvort er hann orðinn svo feimin og grannur að ég sá hann ekki og hann sagði ekki orð, eða þá að hann hefur troðið sér inn í einn skápinn og beðið eftir að ég færi út. Með tárin í augunum og tómleika og einmanaleikatilfinningu í maganum gekk ég þungum skrefum upp stigann og út að pinna og beið þar á meðan Garmurinn náði sambandi og horfði biðjandi til allra átta í von um að í fjarskanum myndi birtast hlaupa-bróðir eða -systir. Það varð ekki.
Hljóp ég réttan Suðurgötu-hring (FYI sem er rangsælis Sigrún)og fannst það alveg ótrúlega helv...leiðinlegt því færið var blautt og enginn til að tala við nema raddirnar í höfðinu. Mælirinn sagði 7,5 Km og 41 mínúta þegar í mark var komið og voru teknar 50 armbeygjur í forstofunni á sundlauginn þannig að nauðsynlegt hefði verið að klofa yfir kallin ef einhver hefði komið inn (já sundlaugin var opin).
Ég dreg stórlega í efa að meint æfing sem talað er um hér í síðustu færslu hafi átt sér stað og máli mínu til stuðnings talar færsluhöfundur um Munchausen um leið og greint er frá því hvað hafi verið gert á æfingunni.
Ég frábið mér því að fólk komi með færslur þar sem það "þykist" hafa mætt á æfingu.

Vegna þess "trauma" sem ég varð fyrir í dag vegna ofangreinds mun ég ekki mæta á morgun heldur verða í sálrænni-taugaslökunar-meðferð hjá Kukl-félagi Kópavogs.
Adios amigos.
Þetta er lag dagsins...grenjjjj
http://www.youtube.com/watch?v=6KlhhvfAhM4
Bjútí -fúli

3 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Töff hár!
Kv. SBN

Nafnlaus sagði...

Þú ert hetjan mín Bjútí...ég hefði samt valið Celine Dion útgáfuna af þessu lagi ;o) Ég lofa að mæta á morgun...!

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Bjútí-fúlí, snilldar færsla í alla staði. Ég var með dót með mér því ég komst ekki í gær en vinnan tók völdin...aftur, annars var ég þarna með þér í anda, fannstu það ekki?
Kv
Triple-arinn