Þann 29. apríl stendur klúbburinn fyrir gönguferð, þeirri fyrstu af 3.
Skokkklúbbur Icelandair mun standa fyrir þremur gönguferðum í vor, og er fyrirhugað að fara í fyrstu ferðina fimmtudaginn 29. apríl nk. Í þessari fyrstu ferð verður gengið á Helgafell og Valahnjúk með viðkomu í hellinum Valabóli, sem er á milli þessara fjalla. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti á upphafsstað göngu við rætur Helgafells, en gangan upp hefst stundvíslega kl. 18:00. Gangan tekur 3 - 4 klst. og telst 2ja skóa ganga skv. Ferðafélagi Íslands (FI).
Við hvetjum fólk til þátttöku. Makar velkomnir.
Skráning er hjá:
Jóhann Úlfarsson (joulf@icelandair.is)
Sveinbjörn Egilsson (segilson@icelandair.is)
Ársæll Harðarson (arsaell@icelandair.is)
6. maí er Icelandairhlaupið.
Fjölmargir hafa skráð sig til starfa við hlaupið en margar hendur vinna létt verk og félagsmenn og velunnarar eru hvattir til að leggja hönd á plóg í þessu skemmtilega verkefni. Þeir sem enn eiga eftir að staðfesta þátttöku sína geri það hið fyrsta á netfangið smh@icelandair.is (Sigurgeir Már, framkvæmdastj. hlaups). Félagsmenn sem starfa við hlaupið eiga kost á niðurgreiðslu á hlaupajakka.
Með kveðju,
stjórn IAC
Engin ummæli:
Skrifa ummæli