Góð mæting var í dag í mildu veðri en smá roki og nokkrir voru í "recovery" eftir stóra helgi. Mættir voru: Dagur, Guðni, Bjöggi, Sigurgeir, Gnarr, Rúna Rut, Huld og Sigrún. Einnig sást til annars hlaupateymis, sem stunduðu styrktaræfingar í skógi m.m., og vóru það tvíburarnir Sveinbjörn allsherjar og Jói Úlf-ur. Rólega liðið fór Fox með viðkomu í skógrækt en smá lengingu tók meistaradeildin, inn eftir Fox og tilbaka að hóteli. Töluverð nýliðun er væntanleg innan skokklúbbs, en tveir félagsmanna eiga von á afkomendum á komandi hausti og eða í byrjun vetrar. Þeirra framlag til viðhalds stofnstærðar verður að teljast aðdáunarvert ef allar breytur eru teknar inn í dæmið og er þeim hérmeð óskað til hamingju.
Annars var allt tíðindalítið á vígstöðunum í dag (svo vitað sé).
Alls tæpir 7-8K
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Það má allavega ekki stóla á formanninn að hann komið með nokkur tíðindi fyrr en eftirá, er enn að jafna mig að hann hafi farið maraþon í "laumi"! Hann kannski segir okkur frá þessu næst! hi hi hi
KV
Triple-arinn
Skrifa ummæli